Erlent

Bílsmiðir segja upp þúsundum í Evrópu

Tveir stórir bílaframleiðendur tilkynntu um stórfelldar uppsagnir í Evrópu í dag. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá áformum Ford um að stokka upp í rekstrinum í Evrópu. Búist er við að þúsundum verði sagt upp á meginlandi Evrópu en uppsagnir í Bretlandi eru ekki yfirvofandi. 

Steve Armstrong framkvæmdastjóri Ford í Evrópu sagði hins vegar að ef útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gengur í gegn megi einnig búast við uppstokkun í Bretlandi.

Ford á nú í viðræðum við verkalýðsfélög um að skera niður rekstrarkostnað. Er stefnt að því að hætta framleiðslu á óarðbærum bílgerðum og draga verulega úr umsvifum á óarðbærum mörkuðum. 

Þá greinir BBC einnig frá því að Jaguar Land Rover ætli að segja upp 4.500 manns, og er meirihluti þeirra sem sagt verður upp starfandi í Bretlandi.

Uppsagnirnar ná að mestu leyti til starfsmanna í skrifstofustörfum en fyrirtækið hyggst fækka millistjórnendum og einfalda þannig reksturinn. 

Jaguar Land Rover sagði upp 1.500 manns í fyrra. Bílaframleiðandinn glímir við minnkandi eftirspurn eftir dísilbílum og sölusamdrátt í Kína.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Flugfélög

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Auglýsing

Nýjast

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Auglýsing