Erlent

Bílsmiðir segja upp þúsundum í Evrópu

Tveir stórir bílaframleiðendur tilkynntu um stórfelldar uppsagnir í Evrópu í dag. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá áformum Ford um að stokka upp í rekstrinum í Evrópu. Búist er við að þúsundum verði sagt upp á meginlandi Evrópu en uppsagnir í Bretlandi eru ekki yfirvofandi. 

Steve Armstrong framkvæmdastjóri Ford í Evrópu sagði hins vegar að ef útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gengur í gegn megi einnig búast við uppstokkun í Bretlandi.

Ford á nú í viðræðum við verkalýðsfélög um að skera niður rekstrarkostnað. Er stefnt að því að hætta framleiðslu á óarðbærum bílgerðum og draga verulega úr umsvifum á óarðbærum mörkuðum. 

Þá greinir BBC einnig frá því að Jaguar Land Rover ætli að segja upp 4.500 manns, og er meirihluti þeirra sem sagt verður upp starfandi í Bretlandi.

Uppsagnirnar ná að mestu leyti til starfsmanna í skrifstofustörfum en fyrirtækið hyggst fækka millistjórnendum og einfalda þannig reksturinn. 

Jaguar Land Rover sagði upp 1.500 manns í fyrra. Bílaframleiðandinn glímir við minnkandi eftirspurn eftir dísilbílum og sölusamdrátt í Kína.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Erlent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing