Tap Bílabúðar Benna dróst saman í 128 milljónir á árinu 2020 úr 258 milljónum króna árið áður. Tekjurnar drógust saman um 15 prósent og námu 1,6 milljörðum króna á árinu 2020.

Eigið fé bílaumboðsins var 1,6 milljarðar við árslok 2020 og eiginfjárhlutfallið var 74 prósent. Þetta kemur var í nýbirtum ársreikningi.

Bílabúð Benna er með umboð fyrir Porsche, Opel, Chevrolet og SsangYong.

Fram kemur í skýrslu stjórnar að Covid-19 heimsfaraldurinn hafði verulega neikvæð áhrif á starfsemina. Aðgerðir stjórnenda á árinu hafi falist í að draga úr neikvæðum áhrifum á reksturinn með margþættum og víðtækum hagfræðingaraðgerðum. Félagið nýtti meðal annars hlutabótaleið stjórnvalda. Launakostnaður dróst saman um 21 prósent á milli ára og nam 444 milljónum króna árið 2020.

Birgðir lækkuðu á milli ára úr 1,7 milljörðum króna árið 2019 í 1,3 milljarða króna árið 2020 eða um 24 prósent.

Bílabúð Benna hagnaðist um 101 milljón króna árið 2017 og 115 milljónir árið 2018.

Bílaumboðið er í jafnri eigu hjónanna Benedikts Eyjólfssonar og Margrétar Betu Gunnarsdóttur.