Frá og með deginum í dag verður bíla­apó­tek Lyfja­vals í Hæða­smára opið allan sólar­hringinn en hingað til hafa bíla­lúgurnar verið opnar frá klukkan 10:00 til 23:00.

Lyfja­val opnaði fyrsta frjálsa apó­tekið á Ís­landi árið 1996 og árið 2005 var fyrsta bíla­apó­tekið tekið í notkun. Net­sala á lyfjum hófst einnig árið 2022. Lyfja­val rekur nú sjö apó­tek og af þeim eru sex á höfuð­borgar­svæðinu.

,Við höfum fengið mjög margar á­skoranir um aukinn opnunar­tíma og teljum mikil­vægt að verða við þeim. Það er það stór hópur á ferðinni á nóttunni, ferða­menn, fólk í vakta­vinnu og fólk sem þarf á lyfjum og annarri þjónustu að halda, hvað svo sem klukkan er,” segir Svanur Val­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Lyfja­vals.

Hann segir bíla­lúgurnar gera fólki auð­veldara um vik að nálgast lyf og aðrar nauð­synjar en ef fólk þyrfti að fara inn í apó­tekið sjálft og því sé hann ekki í vafa um að stór hópur muni vilja nýta sér þessa stór­auknu þjónustu.

,,Við finnum veru­lega fyrir því hvað fólk kann vel að meta bíla­lúgurnar og því erum við að leggja sí­fellt meiri á­herslu á þær. Þarna höfum við al­gera sér­stöðu og allir sem prófa sjá hvað þetta er ein­falt og þægi­legt, bara mæta og bíða svo í smá stund í ró­leg­heitum í bílnum meðan verið er að af­greiða þig,” segir Svanur.