Bandaríska vegan fyrirtækið Beyond meat hefur hafið samstarf við skyndibitarisanna MacDonalds og Yum!, móðurfyrirtæki KFC, Taco Bell og Pizza Hut. Samningurinn er til þriggja ára.

Beyond Meat mun þróa nýja rétti fyrir vegan matseðla skyndibitakeðjanna, þar á meðal búa til nýjan „McPlant“ hamborgara fyrir McDonalds.

Fyrirtækin hafa áður unnið saman í ákveðinni tilraun til að kanna eftirspurn á bandarískum markaði, eins og þegar KFC bauð upp á vegan nagga, þ.e. nagga án allra dýra­af­urða, árið 2019.

Þetta er án efa einn stærsti samningur sem vegan fyrirtæki hefur nokkuð tímann landað. Sífellt fleiri veitingahús og verslanir bjóða upp á vegan valkosti í ljósi breyttra venja neytenda og aukinni eftirspurn eftir vegan vörum.