Flug­fé­lagið PLAY flutti alls 36.669 far­þega í apríl­mánuði saman­borið við 23.677 far­þega í mars­mánuði. Sæta­nýting í apríl var 72,4 prósent saman­borið við 66,9 prósent í mars.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Í til­kynningunni kemur fram að bókunar­staða hafi aldrei verið eins sterk og á undan­förnum vikum og gerir fé­lagið ráð fyrir því að sú þróun haldi á­fram, sér­stak­lega með til­komu tengi­flugs yfir At­lants­hafið. Þá kemur fram að 90,1 prósent flug­ferða PLAY hafi farið á réttum tíma.

Þátta­skil urðu í rekstri Play þann 20. apríl síðast­liðinn þegar fyrsta á­ætlunar­ferðin var farin til Banda­ríkjanna. Á­fanga­staðurinn var Baltimor­e/Was­hington International-flug­völlurinn en þangað flýgur fé­lagið dag­lega.

Dublin bætist við leiða­kerfi PLAY í apríl og í maí bætast við átta nýir á­fanga­staðir: Lissabon í Portúgal, Stafangur og Þránd­heimur í Noregi, Malaga á Spáni, Prag í Tékk­landi, Gauta­borg í Sví­þjóð, Boston í Banda­ríkjunum og Brussel í Belgíu. PLAY verður því með 25 á­fanga­staði beggja vegna At­lants­hafsins árið 2022.

Haft er eftir Birgi Jóns­syni, for­stjóra PLAY, til­kynningunni að fé­lagið hafi fundið fyrir aukinni eftir­spurn og frá­bærum við­tökum vegna nýrra á­fanga­staða á síðustu vikum og mánuðum.

„Eftir krefjandi vetur er gleði­legt að sjá aukna sæta­nýtingu og vaxandi far­þega­fjölda verða að veru­leika. Við erum sann­færð um að þessi þróun komi til með að halda á­fram enda er bókunar­staðan til fram­tíðar sterk, sér­stak­lega eftir að miða­sala til Banda­ríkjanna hófst en með því að flytja far­þega yfir At­lants­hafið eykst nýting á helstu á­fanga­staði okkar í evrópskum borgum. PLAY teymið hefur unnið sleitu­laust að því mark­miði að koma tengi­fluginu á koppinn og með ná­kvæmni og fag­mennsku hefur okkur tekist að ná því mark­miði,“ segir Birgir Jóns­son, for­stjóri PLAY, í til­kynningu fyrir­tækisins.