Ákveðið hefur verið að Berglind Rán Ólafsdóttir taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Hún tekur við starfinu af Bjarna Má Júlíussyni, sem nýverið var sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks.

Sjá einnig: Rekinn með skömm

Berglind, sem er forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, tekur tímabundið við starfinu. Hún er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu, að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Mál Bjarna Más hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga, eftir að Orkuveitan sendi frá sér tilkynningu um að Bjarni Már hefði verið vikið frá störfum, að ákvörðun stjórnar.