Berg­lind Péturs­dóttir, best þekkt sem Berg­lind Festi­val, hefur verið ráðin hug­mynda- og texta­smiður á aug­lýsinga­stofunni H:N Markaðs­sam­skipti. Hún hefur víð­tæka reynslu úr aug­lýsinga­geiranum auk þess að hafa verið með viku­leg inn­s­lög í Vikunni á RÚV. Þetta kemur fram í til­kynningu frá H:N.

„Það er frá­bært að fá Berg­lindi í Banka­strætið. Reynsla hennar og hug­mynda­auðgi á eftir að nýtast okkur vel enda erum við með stóran og fjöl­breyttan kúnna­hóp sem fer ört stækkandi,“ segir Högni Valur Högna­son, hönnunar­stjóri á H:N Markaðs­sam­skiptum.

Berg­lind sinnti starfi kynningar­stjóra Lista­há­tíðar í Reykja­vík árin 2019-2021. Þar á undan starfaði hún sem markaðssér­fræðingur hjá Símanum og texta- og sam­fé­lags­miðla­sér­fræðingur m.a. á ENNEMM og Ís­lensku aug­lýsinga­stofunni.

Síðast­liðin fimm ár hefur Berg­lind einnig starfað við dag­skrár­gerð á RÚV á­samt Gísla Marteini Baldurs­syni í sjón­varps­þættinum Vikunni og mun sinna því starfi á­fram sam­hliða störfum sínum á H:N.
Berg­lind út­skrifaðist með BA-gráðu í sam­tíma­dansi frá Lista­há­skóla Ís­lands 2011 og starfaði sjálf­stætt sem dansari og dans­höfundur áður en hún hóf störf í aug­lýsingum. Hefur hún auk þess setið í stjórn Reykja­vík Dance Festi­val og átt sæti í Grímu­nefnd fyrir hönd Fé­lags ís­lenskra list­dansara.

H:N Markaðs­sam­skipti er ein elsta aug­lýsinga- og markaðs­ráð­gjafa­stofa landsins og hefur unnið til fjölda verð­launa á því 31 ári sem hún hefur verið starf­rækt.