Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur unnið fyrir félagið í nærri 4 ár.

Benedikt sat í stjórn Skeljungs frá árinu 2013 til 2016 áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

„Benedikt hefur gengt lykilhlutverki hjá fyrirtækinu við mótun stefnu þess og framkvæmd hennar. Hann leiddi mörg af þeim stóru verkefnum sem fyrirtækið hefur farið í og náð góðum árangri í sínu starfi,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs í tilkynningu frá olíufélaginu.