Evrópuráðið hefur nýlega hvatt aðildarríkin til að glæpavæða og sækja til saka aðila sem framkvæma vistmorð og að gera ráðstafanir til að breyta Rómarsamþykkt Alþjóðaglæpadómstólsins og bæta vistmorði við sem nýjum glæp.

Vistmorð er gjöreyðing náttúru og vistkerfa. Lög um vistmorð á aðeins við þau alvarlegustu umhverfisspjöll sem menn valda. Þar af leiðandi myndu fáir eintaklingar eiga á hættu að verða sóttir til saka, en skaðinn sem þeir einstaklingar valda er hins vegar gríðarlegur. Ísland getur átt mikilvægan þátt í því að koma í veg fyrir að stórfelld umhverfisspjöll eigi sér stað á heimsvísu.

Málþingið er í dag kl. 17.15-18.45 í Norræna húsinu. Viðburðurinn verður haldinn á ensku og verður einnig aðgengilegur í beinu streymi. Léttar veitingar verða í boði.

RÆÐUMENN OG PALLBORÐ:


Helga Hvanndal Björnsdóttir, meðlimur Nordic Youth Biodiversity Network
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarðvísindum við Háskóla Íslands
Jonas Roupé, Sérfræðingur hjá Prosperous Planet AB, og einn af fremstu sérfræðingum heims í stefnumótandi áhrifum löggjafar um vistmorð
Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands
Katrín Oddsdóttir, lögmaður, mun stýra umræðunum.

Jonas Roupé og Kristín Vala Ragnarsdóttir gáfu nýlega út tvær rannsóknarskýrslur: „Ecocide Law for the Paris Agreement“ og „Ecocide Law for an Economy within Planetary Boundaries.

Tillaga um skilgreiningu á vistmorði sem alþjóðlegur glæpur.

Viðburðurinn er haldinn á vegum Norræna hússins og félagasamtakanna End Ecocide Sweden.