Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent.

Hér að neðan verður hægt að fylgjast með fundi peningastefnunefndar klukkan 9.30. Á fundinum munu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, kynna yfirlýsinguna, rökin að baki henni og svara spurningum.