Tæki­færi til vaxtar í öflugum iðnaði er yfir­skrift Iðn­þings Sam­taka iðnaðarins sem haldið verður í Silfur­bergi í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinni út­sendingu hér að neðan en það hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16 í dag.

Á þinginu verður fjallað um stóru vaxtar­tæki­færin á Ís­landi og á­skoranir sem þarf að mæta í mann­auði, orku­öflun og inn­viða­upp­byggingu. Iðnaður er stærsta at­vinnu­greinin á Ís­landi. Fjöl­breyttur og öflugur iðnaður er undir­staða góðra lífs­kjara og þar liggja helstu tæki­færin til vaxtar hag­kerfisins. Fjöl­breytt iðn­fyrir­tæki um land allt skapa tug­þúsundir starfa og miklar út­flutnings­tekjur.

Þátt­tak­endur í dag­skrá

Árni Sigur­jóns­son, for­maður SI
Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri SI
Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra
Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra
Róbert Wess­man, for­stjóri og stjórnar­for­maður Al­vot­ech
Árni Oddur Þórðar­son, for­stjóri Marel
Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka
Val­gerður Hrund Skúla­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sensa
Guð­mundur Árna­son, fjár­mála­stjóri Controlant
Guð­björg Rist Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri At­monia
Tryggvi Þór Her­berts­son, stjórnar­for­maður Qair
Hall­dóra Vífils­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Nor­dic
Sigurður R. Ragnars­son, stjórnar­for­maður ÍAV
Björg Ásta Þórðar­dóttir, sviðs­stjóri mann­virkja­sviðs SI
Sig­ríður Mogen­sen, sviðs­stjóri iðnaðar- og hug­verka­sviðs SI
Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur SI