Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tæki­færin er yfir­skrift Iðn­þings Sam­taka iðnaðarins sem sent verður beint út frá Silfur­bergi í Hörpu í dag 4. mars kl. 13.00-15.00. Sam­hliða þinginu er gefin út skýrsla með sömu yfir­skrift þar sem sam­tökin leggja fram 33 til­lögur að um­bótum sem miða að því að hraða upp­byggingu. Skýrslan er með­fylgjandi með embar­goi til kl. 13.00 í dag.

Vegna sam­komu­tak­markana verður Iðn­þingið í beinni út­sendingu í stað fjöl­menns við­burðar. Fjöl­miðlar eru vel­komnir að vera við­staddir í Silfur­bergi í Hörpu en virða þarf sótt­varna­reglur. Hér fyrir neðan fylgja hlekkir á beinu út­sendinguna.
Á Iðn­þingi 2021 verður kast­ljósinu beint að þeim fjötrum sem slíta þarf með mark­vissum hætti á næstu 12 mánuðum til að fyrir­tæki geti skapað ný, eftir­sótt störf og aukin verð­mæti. Sækja þarf tæki­færin með frekari um­bótum og markaðs­sókn til að skapa auknar gjald­eyris­tekjur. Með því að slíta fjötrana getum við hlaupið hraðar.

Dag­skrá
• Fundar­stjórn – Logi Berg­mann
• Á­varp – Árni Sigur­jóns­son, for­maður SI
• Á­varp – Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra
• Eflum sam­keppnis­hæfni – um­ræður – Jónína Guð­munds­dóttir, for­stjóri Corip­harma, Orri Hauks­son, for­stjóri Símans, og Tor Arne Berg, for­stjóri Fjarða­áls
• Hröðum upp­byggingu – um­ræður – Ás­dís Helga Ágústs­dóttir, arki­tekt hjá Yrki, Frið­rik Á. Ólafs­son, við­skipta­stjóri á mann­virkja­sviði SI, Hjörtur Sigurðs­son, fram­kvæmda­stjóri VSB, Sig­rún Melax, gæða­stjóri JÁ­VERK, og Svanur Karl Grjetars­son, fram­kvæmda­stjóri Mótx
• Sækjum tæki­færin – um­ræður – Fida Abu Libdeh, for­stjóri GeoSili­ca, Eyjólfur Magnús Kristins­son, for­stjóri atNorth, Lilja Ósk Snorra­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Pegasus, og Hilmar Veigar Péturs­son, for­stjóri CCP
• Saman­tekt – Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri SI