Erlent

Banna er­lenda gjald­miðla í fast­eigna­við­skiptum

Erdogan sagði að enginn í Tyrklandi ætti að stunda viðskipti í erlendum gjaldmiðlum nema þeir sem starfa í útflutnings- og innflutningsgeiranum.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti Nordicphotos/AFP

Ríkisstjórn Tyrklands hefur lagt bann við notkun erlendra gjaldmiðla í fasteignaviðskiptum þar í landi. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti gaf í dag út tilskipun þess efnis að samingar er varða fasteignakaup og leigu verði framvegis að vera í lírum, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Hann hefur áður hvatt Tyrki til þess að selja Bandaríkjadali og evrur.

Útlendingum sem búa í Tyrklandi er oft boðið að hafa samninga af þessu tagi í evrum eða dölum. Samkvæmt tilskipun Erdogans þarf hins vegar að breyta öllum þessum samningum innan 30 daga.

Erdogan sagði í ræðu í dag að enginn í Tyrklandi ætti að stunda viðskipti í erlendum gjaldmiðlum nema þeir sem starfa í útflutnings- og innflutningsgeiranum.

Seðlabanki Tyrklands hækki stýrivexti í dag í því skyni að koma í veg fyrir frekara gengisfall tyrknesku lírunnar. Líran hefur glatað allt að þriðjungi af verðgildi sínu miðað við Bandaríkjadal frá því í janúar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Danmörk

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Erlent

Engar olíulækkanir í spákortunum

Erlent

Tím­a­rit­ið Time í hend­ur millj­arð­a­mær­ings

Auglýsing

Nýjast

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Auglýsing