Mthuli Ncube, fjármálaráðherra Zimbabwe hefur bannað notkun bandaríkjadollars í landinu. Banninu er ætlað að að verja gjaldmiðilinn, „zollarinn“ eða RTGS, Real Time Gross Settlement dollar, sem var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári. Hefur zollarinn veikst jafnt og þétt gagnvart Bandaríkjadollarnum frá útgáfu hans.

Hingað til hafa gjaldmiðlarnir Bandaríkjaollar , Zimbabwe dollarinn, suður-afríkst rand og Botswana pula allir verið teknir góðir og gildir ásamt hinum nýja zollar. Engir þessara gjaldmiðla er nú leyfilegir segir í tilkynningu seðlabankans í Zimbabwe.

Margir efast um þetta nýjasta útspil seðlabankans og ekki er mikið traust á gjaldmiðilinn en Ncube segir í yfirlýsingu í fjölmiðlum þar í landi þetta vera upphafið að umbyltingu í fjármálastefnu landsins og að þetta muni styðja við nýja gjaldmiðilinn. Einnig er notkun sérstaks skuldabréfagjaldmiðils sem var gefinn út 2014 heilmiliaður en hann er ekki nothæfur í viðskiptum utan landsteina Zimbabwe

Christopher Takunda Mugaga, hagfræðingur í viðskiptaráði Zimbabwe, hefur lýst yfir áhyggjum af ákvörðuninni. Hann ýjar að því að ríkið muni missa trúverðugleika sinn þegar fyrirtæki sem notast við hina gjaldmiðlana færi starfsemi sína út fyrir lagarammann. Segir hann að nú sé eina ráðið nú að snúa sér til guðs til að fá hjálp til handa Zimbabwe.

Verðbólgan í Zimbabwe hefur farið ört vaxandi á síðustu mánuðum og er nú 98% sem er það hæsta sem mælst hefur síðan í óðaverðbólgunni sem hófst 2007.

Movement for democratic change, einn stærsti flokkurinn í andstöðu við ríkisstjórnina hefur lýst yfir algjöru vantrausti á lagasetninguna.