Erlent

Banda­rísk fjár­mála­fyrir­tæki stofna nýja kaup­höll

NYSE kauphöllin í New York er ein stærsta kauphöll heims. Nordicphotos/Getty

Nokkur stærstu fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna hafa tekið höndum saman um stofnun nýrrar kauphallar sem ætlað er að auka samkeppni á sviði verðbréfaútgáfu og draga úr viðskiptakostnaði fjárfesta.

Fyrirtækin Fidelity Investments, TD Ameritrade, Morgan Stanley og Citadel Securities standa meðal annars að baki kauphöllinni sem fengið hefur nafnið Members Exchange eða MEMX.

Markmið stofnendanna er að veita stærstu fyrirtækjunum á umræddum markaði, fyrst og fremst New York Stock Exchange, Nasdaq og Cboe Global Markets, harða samkeppni. Hlutabréf í fyrirtækjunum þremur féllu um á bilinu tvö til þrjú prósent í verði eftir að tilkynnt var um áformin á mánudag.

Í fréttatilkynningu frá MEMX kom fram að stefnt væri að því að sækja um starfsleyfi hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu snemma á þessu ári en það tekur eftirlitið að jafnaði um eitt ár að afgreiða slíkar umsóknir, eftir því sem fram kemur í frétt Financial Times.

Nýjum keppinautum á borð við IEX hefur gengið erfiðlega að hasla sér völl í samkeppninni við stærstu kauphallir Bandaríkjanna en kauphallir í eigu Intercontinental Exchange, Nasdaq og Cboe ráða yfir meirihluta markaðarins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Erlent

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Erlent

Verja sig gegn hluta­bréfa­lækkunum í Boeing

Auglýsing

Nýjast

​Eyjólfur Árni gefur áfram kost á sér

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Aukinn hagnaður Júpiters

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Auglýsing