Banda­ríska at­hafna­konan Michele Ballarin er nú stödd hér á landi og fundar um endur­reisn flug­fé­lagsins WOW air, þrátt fyrir að skipta­stjórar WOW hafi rift kaup­samningi sínum við hana, að því er fram kemur á vef Túr­ista.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur við­skipta­konan áður sagst vera stað­ráðin í því að endur­reisa flug­fé­lagið, eða að minnsta kosti að stofna nýtt á grunni þess. Hún hefur meðal annars sagt að nú þegar hafi rúmar 10,5 milljónir verið tryggðir í fé­lagið og að fyrstu skref verði flug milli Banda­ríkjanna og Ís­lands.

Á vef Túr­ista kemur fram að Ballarin fundi með frammá­fólki í ís­lenskri ferða­þjónustu og við­skipta­lífi. Með henni séu meðal annars lög­maðurinn Páll Ágúst Ólafs­son og Gunnar Steinn Páls­son, al­manna­tengill. Gunnar vill ekki tjá sig um sam­starfið að öðru leyti en því að hann vinni fyrir Ballarin.