Land­búnaðar­sam­tök í Wa­les segjast glíma við út­flutnings­erfið­leika til Evrópu en lamba­kjöt gegnir lykil­hlut­verki fyrir velska efna­haginn. Tals­maður sam­takanna segir einnig að bændur gegni mikil­vægu hlut­verki fyrir velskt sam­fé­lag og varð­veislu á velskri tungu.

Owen Roberts, upp­lýsinga­full­trúi Hybu Cig Cymru, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að Brexit hafi skapað marg­vís­lega erfið­leika fyrir út­flutning á velskum land­búnaðar­vörum og að erfitt gæti reynst að finna stað­gengil fyrir markaðs­að­stoðina sem barst þaðan.

Land­búnaðar­sam­tökin Hybu Cig Cymru sjá um markaðs­setninguna á velsku lamba- og nauta­kjöti og segir Owen að 35 prósent af öllu lamba­kjöti sem kemur frá Wa­les endi á mörkuðum er­lendis. Stærsti hlutinn fer til Evrópu en eftir­spurnin í Asíu, Mið-Austur­löndum og Banda­ríkjunum fer hratt vaxandi.

„Land­búnaður er mun mikil­vægari iðnaður fyrir velska efna­haginn en hann er fyrir þann enska. Rúm­lega 200 þúsund manns starfa í velskum land­búnaði og er iðnaðurinn líka mjög mikil­vægur fyrir ferða­þjónustu og varð­veislu á velska tungu­málinu. Velska er töluð sem fyrsta tungu­mál hjá fjórðungi allra íbúa í Wa­les en meðal velsku­mælandi íbúa eru bændur í meiri­hluta.“

Tekjur af land­búnaði skila í kringum sex milljörðum sterlings­punda inn í velska efna­haginn. Þar að auki er Wa­les stað­sett hinum megin á hnettinum fjarri helstu sam­keppnis­aðilum sínum, sem eru Ástralía og Nýja-Sjá­land. Owen segir að þessi landa­fræði setji Wa­les í góða stöðu þar sem fram­boð á velsku lamba­kjöti getur hlaupið í skarðið þegar árs­tíða­bundinn skortur er á áströlskum og ný­sjá­lenskum birgðum á al­þjóða­markaði.

Eftir Brexit hefur ríkt á­kveðin ó­vissa um fram­tíðar­horfur á velskum land­búnaðar­vörum en Wa­les fann sér ný­lega nýjan markað. Í októ­ber í fyrra byrjaði Wa­les að flytja út lamba­kjöt til Banda­ríkjanna eftir meira en þrjá­tíu ára bann, en Banda­ríkin bönnuðu allan inn­flutning á bresku kjöti árið 1989 eftir út­breiðslu á kúa­riðu í Bret­landi.

Owen Roberts telur að Mið-Austur­löndin og Norður-Ameríka muni veita Wales mörg tæki­færi á komandi árum.
Fréttablaðið/Mynd aðsend

„Eftir Brexit náðu Bret­land og Evrópu­sam­bandið sem betur fer að forðast að­stæður þar sem tollar voru settir á breskar land­búnaðar­vörur í sam­ræmi við reglur Al­þjóða­við­skipta­stofnunarinnar. Þeir tollar geta farið hátt yfir 40 prósent en evrópskir við­skipta­vinir okkar sýndu okkur mikla þolin­mæði og tryggð,“ segir Owen.

Hann segir hins vegar að út­flutningur sé orðinn flóknari en hann var og þar að auki er iðnaðurinn orðinn við­kvæmari þar sem skortur er á bæði vinnu­afli og birgðum sökum þess að Bret­land er ekki lengur í Evrópu­sam­bandinu.

„Brexit hefur að vísu mótað ein­faldari land­búnaðar­stefnu fyrir Wa­les sem mun vonandi skýrast betur á næstu árum. Bændur sem fylgja um­hverfis­vænni stefnu verða til að mynda verð­launaðir af ríkis­stjórninni. Stuðningurinn sem kom hins vegar frá Evrópu­sam­bandinu til að að­stoða okkur við þróun og markaðs­setningu er ekki lengur til staðar og það verður erfitt að finna stað­gengil fyrir það.“

Bændur í Wa­les eru einnig farnir að fjár­festa í há­tækni­lausnum til að kindur þeirra fái sem mesta næringu úr grasinu sem fæðir þær. Sam­tökin vilja einnig að velskt kjöt sé tengt við fersk­leika og er mikil á­hersla lögð á upp­runa vörunnar.

„Við höfum varið mörgum árum í að reyna að af­nema þau höft sem voru sett á okkur og á seinustu fimm árum höfum við náð að koma okkur inn á mið­austur­lenska, japanska og banda­ríska markaði. Ég tel að Mið-Austur­lönd og Norður-Ameríka séu lík­leg til að veita okkur mörg tæki­færi á næstu árum,“ segir Owen.