Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, fær 1.648.756 krónur í samanlögð laun fyrir starf sitt sem bæjarstjóri.

BB.is greinir frá.

Jón Páll er ráðinn út kjörtímabilið 2022 til 2026. Ásamt launum leggur bæjarsjóður til farsíma, ferðatölvu auk Internets og fær hann greidda 1000 kílómetra í akstur mánaðarlega.

Í ráðningarsamningi Jóns Páls er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur og ef hann verður ekki endurráðinn í lok kjörtímabils á hann rétt á sex mánaða biðlaunum.

Réttur Jón Páls til biðlauna falla þó niður ef hann tekur við betur launuðu starfi á biðlaunatímabilinu.

Ef launin eru lægri en þau sem hann hefur notið sem bæjarstjóri mun bæjarsjóður Bolungarvíkur greiða mismuninn.