Bæjarins beztu pylsur opna fyrstu bílalúgu fyrirtækisins í bensísnstöð Orkunnar að Dalvegi í dag.
„Þetta er fyrsta bílalúgan sem Bæjarins beztu opna og sennilega aldrei verið auðveldara að gæða sér á bestu pylsum bæjarins!“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu en í tilefni opnunarinnar verða tvær pylsur og kók á 500 krónur í dag.
Umfangsmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Orkustöðinni á Dalvegi undanfarnar vikur og var bensínstöðinni lokað tímabundið en opnar nú með nýrri og endurbættri aðstöðu að sögn Vífils Ingimarssonar rekstrarstjóra Orkunnar.