Bæjarins beztu pylsur opna fyrstu bíla­lúgu fyrir­tækisins í bensísn­stöð Orkunnar að Dal­vegi í dag.

„Þetta er fyrsta bíla­lúgan sem Bæjarins beztu opna og senni­lega aldrei verið auð­veldara að gæða sér á bestu pylsum bæjarins!“ segir Baldur Ingi Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Bæjarins beztu en í til­efni opnunarinnar verða tvær pylsur og kók á 500 krónur í dag.

Um­fangs­miklar fram­kvæmdir hafa átt sér stað á Orku­stöðinni á Dal­vegi undan­farnar vikur og var bensín­stöðinni lokað tíma­bundið en opnar nú með nýrri og endur­bættri að­stöðu að sögn Vífils Ingi­mars­sonar rekstrar­stjóra Orkunnar.