Þúsundir skjala, sem gera grein fyrir um 2000 billjónum dollara, vegna hugsanlega spilltra viðskipta sem fóru í gegnum bandaríska fjármálakerfið hefur verið lekið til alþjóðlegs hóps rannsóknarblaðamanna. Guardian fjallar um málið.

Lekinn inniheldur yfir 2.000 skýrslur (SAR) sem lagðar voru fram fyrir fjármálanefnd Bandaríkjanna.

Bankar og aðrar fjármálastofnanir leggja fram svokallaðar SAR skýrslur þegar þeir telja að viðskiptavinur sé hugsanlega að nota þjónustu sína undir glæpastarfsemi.

ICIJ í málinu

Gögnunum, sem kölluð eru FinCen Files, var lekið til BuzzFeed News í Bandaríkjunum sem deildi þeim síðar með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna (ICIJ). ICIJ hefur unnið að öllum stærstu leikamálum síðustu ára þar á meðal Panamaskjölunum og Paradísarskjölunum.

Skjölin eru sögð benda til þess að stórir bankar hafi veitt einstaklingum fjármálaþjónustu sem eru í mikilli áhættu hvaðanæva að úr heiminum.

Samkvæmt ICIJ tengjast skjölin viðskiptum fyrir yfir 2.000 billjónir dollara sem áttu sér stað á árunum 1999 til 2017.

Ráðgjafi Trump tengdur skjölunum

Einn af þeim sem nefndir eru í skjölunum eru Paul Manafort, pólitískur ráðgjafi sem stýrði forsetakosningabaráttu Donald Trump í nokkra mánuði árið 2016.

Hann lét af störfum þegar að ráðgjafarstörf hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, voru afhjúpuð og hann var síðar sakfelldur fyrir skattsvik og sat inni.

Manafort starfaði fyrir Trump árið 2016.
Fréttblaðið/ Getty images.

Samkvæmt ICIJ hófu bankar að tilkynna um grunsamlega starfsemi tengda Manafort í byrjun árs 2012. Árið 2017 lagði bankinn JP Morgan Chase fram skýrslu um millifærslur að andvirði yfir 300 milljónir dollara þar sem aflandsfyrirtæki á Kýpur höfðu átt viðskipti við Manafort.

Sérstök skýrsla greinir frá yfir einum milljarði dala í millifærslum frá JP Morgan Chase en bankinn komst síðar í grun um að millifærslurnar væru tengdir Semion Mogilevich, meintum yfirmanni skipulagðra glæpamanna í Rússlandi. Mogilevich er á topp 10 lista yfir eftirsóttustu glæpamanna hjá FBI.

„Við fylgjum öllum lögum og reglum til stuðnings starfi stjórnvalda til að berjast gegn fjármálaglæpum. Við verjum hundruðum milljónum dollara í þetta mikilvæga verk, “ segir talsmaður JP Morgan Chase við BBC.

Samkvæmt BBC Panorama leyfði breski bankinn HSBC hópi glæpamanna að millifæra milljónir dollara úr ponzi-kerfi í gegnum reikninga sína, jafnvel eftir að bankinn hafi komið upp um starfsemi þeirra.

Í yfirlýsingu sem fjármálanefnd Bandaríkjanna sendi frá sér fyrr í þessum mánuði kemur fram að nefndin fordæmi lekann og segist hafa vísað málinu til bandaríska dómsmálaráðuneytisins.

Skjölin varpa skýr­ara ljósi á pen­ingaþvætt­is­mál nor­rænu bank­anna

Gögn­in varpa meðal ann­ars skýr­ara ljósi á pen­ingaþvætt­is­mál nor­rænu bank­anna, Danske Bank og Nordea. En báðir bankarnir komi upp í peningaþvottamáli árið 2017. Þar kom fram að grun­sam­leg­ar færsl­ur upp á 200 millj­arða evra hefðu flætt frá Eistlandi, Rússlandi, Lett­landi og víðar í gegn­um Danske Bank í Eistlandi frá ár­inu 2007 til 2015. Bank­inn hefði ekki fylgt regl­um um varn­ir gegn pen­ingaþvætti og jafn­vel vitað af pen­ingaþvætt­inu.