Markaðurinn

Auður nýr fjármálastjóri Advania Data Centers

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Advania Data Centers.

Auður Árnadóttir. Mynd/Aðsend

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjáramálasviðs hjá hátæknifyrirtækinu Advania Data Centers. Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð fjármálastjórnun, uppgjörum, fjárstýringu, samskiptum við fjárfesta og fjármálastofnanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Auður var áður fjármálastjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Advania Data Centers er hátæknifyritæki sem sérhæfir sig í rekstri gagnavera, ofurtölva, blockchain og tölvubúnaðar sem hannaður er til að hámarka reiknigetu. Meðal viðskiptavina eru virtar rannsóknar-, vídinda- og menntastofnanir, bílahönnuðir og -framleiðendur, tækni- og framleiðslufyrirtæki.  Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi en félagið rekur einnig starfsstöðvar í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi. 

„Það eru mjög spennandi verkefni í gangi hjá Advania Data Centers. Félagið hefur náð miklum árangri á skömmum tíma og ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu, með samstíga hópi reynslumikilla sérfræðinga og stjórnenda. Það eru mikil tækifæri fólgin í rekstrinum, auk þess sem samfélagslegt hlutverk félagsins er áhugavert,” er haft eftir Auði í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Innlent

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Vofa góðra stjórnarhátta

Auglýsing