Markaðurinn

Auður nýr fjármálastjóri Advania Data Centers

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Advania Data Centers.

Auður Árnadóttir. Mynd/Aðsend

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjáramálasviðs hjá hátæknifyrirtækinu Advania Data Centers. Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð fjármálastjórnun, uppgjörum, fjárstýringu, samskiptum við fjárfesta og fjármálastofnanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Auður var áður fjármálastjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Advania Data Centers er hátæknifyritæki sem sérhæfir sig í rekstri gagnavera, ofurtölva, blockchain og tölvubúnaðar sem hannaður er til að hámarka reiknigetu. Meðal viðskiptavina eru virtar rannsóknar-, vídinda- og menntastofnanir, bílahönnuðir og -framleiðendur, tækni- og framleiðslufyrirtæki.  Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi en félagið rekur einnig starfsstöðvar í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi. 

„Það eru mjög spennandi verkefni í gangi hjá Advania Data Centers. Félagið hefur náð miklum árangri á skömmum tíma og ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu, með samstíga hópi reynslumikilla sérfræðinga og stjórnenda. Það eru mikil tækifæri fólgin í rekstrinum, auk þess sem samfélagslegt hlutverk félagsins er áhugavert,” er haft eftir Auði í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins seldi fyrir 690 milljónir

Fjártækni

Fjár­­tæknin leggi hefð­bundna banka­­þjónustu af

Erlent

Kusu gegn vantrausti á stjórnarformanninn

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið að verða ríki í ríkinu

Innlent

Einn stofnenda Heimavalla færði bréf á milli félaga

Innlent

Hampiðjan skoðar kaup á spænsku félagi

Innlent

Líkur á að krónan verði áfram sterk

Viðskipti

Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi

Viðskipti

Hækka verðmat sitt á Högum

Auglýsing