Markaðurinn

Auður nýr fjármálastjóri Advania Data Centers

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Advania Data Centers.

Auður Árnadóttir. Mynd/Aðsend

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjáramálasviðs hjá hátæknifyrirtækinu Advania Data Centers. Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð fjármálastjórnun, uppgjörum, fjárstýringu, samskiptum við fjárfesta og fjármálastofnanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Auður var áður fjármálastjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Advania Data Centers er hátæknifyritæki sem sérhæfir sig í rekstri gagnavera, ofurtölva, blockchain og tölvubúnaðar sem hannaður er til að hámarka reiknigetu. Meðal viðskiptavina eru virtar rannsóknar-, vídinda- og menntastofnanir, bílahönnuðir og -framleiðendur, tækni- og framleiðslufyrirtæki.  Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi en félagið rekur einnig starfsstöðvar í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi. 

„Það eru mjög spennandi verkefni í gangi hjá Advania Data Centers. Félagið hefur náð miklum árangri á skömmum tíma og ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu, með samstíga hópi reynslumikilla sérfræðinga og stjórnenda. Það eru mikil tækifæri fólgin í rekstrinum, auk þess sem samfélagslegt hlutverk félagsins er áhugavert,” er haft eftir Auði í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Erlent

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Auglýsing

Nýjast

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing