Heildar­fjöldi far­þega í milli­landa­flugi hjá Icelandair var um 8.900 í apríl saman­borið við um 1.700 í apríl fyrra. Frá þessu er greint í til­kynningu frá fyrir­tækinu en þar segir að apríl­mánuður 2020 sé fyrsti heili mánuðurinn í fyrra þar sem á­hrifa far­aldursins gætti.

Í til­kynningunni kemur enn fremur fram að fjöldi far­þega til Ís­lands í apríl var um 5.500 og fjöldi far­þega frá Ís­landi um 3.100. Heildar sæta­fram­boð í milli­landa­flugi tvö­faldaðist á milli ára.

„Við erum við bjart­sýn á að geta aukið flugið jafnt og þétt á komandi mánuðum sam­hliða því sem bólu­setningum miðar á­fram og létt verður á ferða­tak­mörkunum fyrir bólu­setta ferða­menn. Þá hefur fjöldi far­þega í innan­lands­flugi aukist sem helst í hendur við batnandi stöðu far­aldursins og af­léttingu sam­komu­tak­markana hér á landi. Við höfum jafn­framt náð góðum árangri í frakt­flutningum. Við finnum fyrir miklum á­huga er­lendra ferða­manna á Ís­landi, sér­stak­lega frá Banda­ríkjunum og þar hafa sölu­her­ferðir okkar gengið vel. Við bindum jafn­framt vonir við að Evrópa muni taka við sér fljót­lega með sama hætti,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, í til­kynningunni.

Heildar­fjöldi far­þega í milli­landa­flugi hjá Icelandair var um 8.900 í apríl saman­borið við um 1.700 í apríl fyrra.
Fréttablaðið/Valli

Nýta 767 til að fá meira frakt­rými

Sæta­nýting fé­lagsins var 33 prósent í apríl­mánuði saman­borið við 13 prósent í apríl á síðasta ári en þó kemur fram í til­kynningunni að undan­farna mánuði hafir fé­lagið nýtt Boeing 767 vélar á á­kveðnum leiðum í stað Boeing 757 véla í þeim til­gangi að auka frakt­rými um borð sem leiðir til lakari sæta­nýtingar.

Fjöldi far­þega Icelandair í innan­land­flugi var um 11.800 í apríl. Rétt er að geta þess að far­þegar í flugi til og frá Græn­landi teljast nú með far­þegum í milli­landa­flugi eftir að sam­þættingu Icelandair og Air Iceland Connect lauk um miðjan mars. Tölum fyrir síðasta ár hefur verið breytt til sam­ræmis.

Seldir blokk­tímar í leigu­flug­starf­semi fé­lagsins jukust um 82 prósent á milli ára í mars. Þá jukust frakt­flutningar fé­lagsins um 50 prósent á milli ára í apríl­mánuði og nemur aukningin um 19 prósent á milli ára það sem af er ári.

Í til­kynningunni segir að líkt og undan­farið ár endur­speglist far­þega­tölur Icelandair Group af stöðu CO­VID-19 far­aldursins og þeim ferða­tak­mörkunum sem enn eru í gildi á landa­mærum.