Búið er að aug­lýsa stöðu seðla­banka­stjóra með form­legum hætti. Nýr seðla­banka­stjóri verður skipaður 20. ágúst næst­komandi en þá rennur skipunar­tími Más Guð­munds­sonar, sem gegnt hefur em­bættinu frá 2009, út. 

Í aug­lýsingu sem birt er í Lögbirtingablaðinu er þess krafist að um­sækj­endur séu með há­skóla­próf í hag­fræði eða tengdum greinum og víð­tæka þekkingu og reynslu á fjár­mála­starf­semi og í efna­hags- og peninga­málum. Þá skuli þeir búa yfir stjórnunarhæfileikum og hæfni í mannlegum samskiptum.

Seðla­banka­stjóri er skipaður til fimm ára í senn og er há­marks­tími þeirra tvö tíma­bil, tíu ár. Um­sóknar­frestur rennur út 25. mars næst­komandi og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um stöðuna.