Auður Karitas Þórhallsdóttir hefur verið ráðin vefstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. Hlutverk hennar mun meðal annars felast í ritstýringu, stefnumótun og samþættingu skilaboða fyrir ytri vef Origo og samfélagsmiðla félagsins, segir í tilkynningu.

Hún hefur mikla reynslu af vef- og markaðsmálum en hún starfaði í rúm 13 ár hjá Sýn. Þar ritstýrði hún meðal annars ytri vefsvæðunum syn.is, vodafone.is og stod2.is Auður er með B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Auður er í sambúð með Jóni Þór Þórarinssyni landsliðsþjálfara í júdó og saman eiga þau 2 börn.

Helstu áhugamál hennar er hönnun, listir og matargerð.