Auður, fjármálaþjónusta Kviku, býður upp á nýja verðtryggða framtíðarreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokki, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Auður býður upp á framtíðarreikninga með 0,80 prósent vöxtum en til samanburðar bjóða aðrir bankar upp á sambærilega reikninga með 0,3 – 0,4 prósent vöxtum.

Framtíðarreikningarnir eru grænir í þeim skilningi að allar innstæður sem lagðar eru inn á reikningana eru notaðar til að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvæn verkefni eins og þau eru skilgreind í grænni fjármálaumgjörð bankans.

„Framtíðarreikningar Auðar eru frábær leið fyrir þau sem vilja hefja sparnað barna og ungmenna, fá hæstu mögulegu verðtryggðu vextina á framtíðarsparnaðinn og stuðla á sama tíma að grænni og sjálfbærri þróun samfélagsins,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir Auði hjá Kviku. „Vextir á framtíðarreikningnum taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma en Auður býður nú upp á tvöfalt hærri vexti en aðrir bankar af sambærilegum reikningum.“

Framtíðarreikningar Auðar eru fyrstu verðtryggðu reikningarnir sem fjármálaþjónustan býður upp á og eru bundnir til 18 ára aldurs. Hægt að stofna reikningana til 15 ára aldurs. Reikningarnir eru jafnframt fyrstu grænu innlánsreikningarnir sem Kvika býður upp á.

Auður er fjármálaþjónusta á netinu og býður upp á innlánsreikninga sem höfða til allra þeirra sem eru að leggja fyrir og vilja fá sanngjarna vexti á sparifé sitt. Auður er einungis aðgengileg á netinu en með því nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og þannig skapa svigrúm til að bjóða viðskiptavinum upp á betri kjör.

Auður hóf formlega starfsemi í byrjun árs 2019 þegar hún bauð upp á innlánsreikninga með umtalsvert hærri vöxtum en aðrir bankar. Á fimmta þúsund viðskiptivinir opnuðu innnlánsreikninga fyrsta mánuðinn og hefur viðskiptavinum fjölgað ört síðan.

Kvika hefur gefið út græna fjármálaumgjörð sem rammar inn stefnu bankans í ábyrgri fjármögnun og lánveitingum. Fjármálaumgjörðin hefur hlotið jákvætt ytra álit frá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Sustainalytics, sem er leiðandi á sviði sjálfbærni. Fjármögnun sem fellur undir umgjörðina getur meðal annars falið í sér útgáfu grænna skuldabréfa og öflun grænna innlána sem varið verður til fjármögnunar umhverfisvænna verkefna.