Auð­æfi Elon Musk, stofnanda Teslu og SpaceX, jukust um 36,2 milljarða dollara, rúma 4.600 milljarða króna, í gær.

Hluta­bréf fyrir­tækisins fóru upp um 12 prósent í gær, eftir að til­kynnt var að bíla­leigu­risinn Hertz hefði gert samning um kaup á 100 þúsund Teslu-bif­reiðum. Elon Musk er stærsti ein­staki hlut­hafi fyrir­tækisins.

Hluta­bréfa­verð í Teslu hefur þokast hratt upp á við undan­farna mánuði og nemur hækkunin það sem af er ári 45 prósentum. Þetta hefur gert það að verkum að Musk er nú metinn ríkasti maður heims, á undan mönnum eins og Jeff Bezos og Bill Gates sem hafa verið efstir á lista For­bes undan­farin ár.