ÁTVR tel­ur að smá­sal­a nokk­urr­a fyr­ir­tækj­a á á­feng­i í vef­versl­un­um sé brot á á­feng­is­heild­söl­u-, á­feng­is­fram­leiðsl­u- og á­feng­is­inn­flutn­ings­leyf­um sem fyr­ir­tæk­in hafa frá sýsl­u­mönn­um og til­kynnt sýsl­u­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u og á Vest­ur­land­i um meint brot þriggj­a slíkr­a, Bjór­lands ehf., Brugg­húss­ins Steðj­a ehf. og Sant­e ehf.

Að mati ÁTVR liggj­a fyr­ir sann­an­ir á brot­um leyf­is­haf­ann­a og far­ið var fram á það í til­kynn­ing­u til sýsl­u­mann­a að þeir hæfu án taf­ar á­minn­ing­ar­ferl­i gagn­vart fyr­ir­tækj­un­um þrem­ur. Sam­kvæmt lög­um er leyf­is­haf­i sem frem­ur frek­ar­i brot á með­an á­minn­ing er í gild­i svipt­ur leyf­i tím­a­bund­ið eða til fram­búð­ar.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá ÁTVR eru til­kynn­ing­arn­ar lið­ur í þeirr­i við­leitn­i fyr­ir­tæk­is­ins að fá úr því skor­ið hvern­ig túlk­a skul­i lög um heim­ild­ir til smá­söl­u á­feng­is sem mik­ið hef­ur ver­ið til um­ræð­u að und­an­förn­u. Ekki væri lok­um fyr­ir það skot­ið að ÁTVR mynd­i fara með mál­ið fyr­ir dóm­stól­a.

Þar seg­ir enn frem­ur að ÁTVR meti það svo að vef­versl­an­irn­ar brjót­i með ó­tví­ræð­um á­setn­ing­u gegn eink­a­leyf­is fyr­ir­tæk­is­ins á sölu á­feng­is sem sé ein grunn­stöð á­feng­is­stefn­u stjórn­vald­a.

„Fram kom til­lag­a á Al­þing­i sem fól í sér að hægt yrði að selj­a á­feng­i beint til ís­lenskr­a neyt­end­a úr inn­lend­um vef­versl­un­um. Þess­i til­lag­a fékk ekki fram­gang og á­feng­is­stefn­unn­i hef­ur ekki ver­ið breytt. Mis­mun­and­i skoð­an­ir kunn­a að vera varð­and­i þá nið­ur­stöð­u en eng­um er þó frjálst að huns­a gild­and­i lög að eig­in geð­þótt­a,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i frá ÁTVR.

Mik­il­vægt sé að „leið­rétt­a þann mis­skiln­ing að mis­mun­and­i regl­ur gild­i um inn­lend­a að­il­a og er­lend­a þeg­ar kem­ur að heim­ild til þess að reka vef­versl­un með á­feng­i til ein­stak­ling­a hér á land­i.“

Frétt­a­blað­ið sagð­i frá því í síð­ast­a mán­uð­i að ÁTVR ynni að und­ir­bún­ing­i lög­banns­beiðn­i á hend­ur vef­versl­un­um sem selj­a á­feng­i í smá­söl­u hér á land­i og að hefj­a dóms­mál í fram­hald­i af því. Þar kom einn­ig fram að einn­ig stæð­i yfir und­ir­bún­ing­ur á lög­regl­u­kær­u á hend­ur vef­versl­un­um.

„Þrátt fyr­ir af­drátt­ar­laus á­kvæð­i á­feng­is­lag­a og laga um versl­un rík­is­ins með á­feng­i og tób­ak um eink­a­leyf­i ÁTVR til þess að selj­a og af­hend­a á­feng­i í smá­söl­u full­yrð­a rekstr­ar­að­il­ar vef­versl­an­ann­a að starf­sem­i þeirr­a sé lög­leg. Ó­hjá­kvæm­i­legt er að fá úr því skor­ið hjá til þess bær­um að­il­um,“ sagð­i í til­kynn­ing­u frá ÁTVR þann 17. maí.

„Þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft þá snýst þett­a um að skýr­a hvað má og hvað ekki. Það er alveg ljóst að við telj­um að eitt­hv­að stand­ist ekki lög á með­an aðr­ir telj­a að það stand­ist lög og þá er dóm­­stól­a­­leið­in sú sem er fær,“ sagð­i Sig­r­ún Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­for­stjór­i ÁTVR við Frétt­a­blað­ið af þess­u til­efn­i.