Fjöldi at­vinnu­lausra í febrúar var um 10.300 sam­kvæmt árs­tíða­leið­réttum tölum vinnu­markaðs­rann­sóknar Hag­stofunnar, eða 5,0% af vinnu­aflinu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Ís­lands.

Í til­kynningu frá Hag­stofunni segir að árs­tíðar­leið­rétt at­vinnu­þátt­taka hafi verið 80,4% á meðan árs­tíðar­leið­rétt hlut­fall starfandi var 77,5%.

Þegar hlut­fall at­vinnu­lausra er borið saman við febrúar 2019 má sjá að at­vinnu­leysi hefur aukist um 1,8 prósentu­stig og hlut­fall starfandi lækkað yfir sama tíma­bil um 2,1 prósentu­stig.

„Árs­tíðar­leið­rétt leitni at­vinnu­leysis síðustu 6 mánaða hefur stigið lítil­lega, eða úr 3,7% í septem­ber í 4,0% í febrúar. Á sama tíma fór leitni hlut­falls starfandi úr 77,8% í 77,6%. At­vinnu­þátt­taka fór hins vegar úr 80,8% í 81,1% á sama tíma­bili,“ segir á vef Hag­stofunnar.