Framboðsfrestur til stjórnar Samtaka iðnaðarins er liðinn en kosið verður á aðalfundi samtakanna í byrjun mars. 

Guðrún Hafsteinsdóttir er ein í framboði til formanns. Kosið er um fjögur önnur stjórnarsæti og bárust átta framboð. Eftirtaldir buðu sig fram:

  • Agnes Ósk Guðjónsdóttir, GK-Snyrtistofa
  • Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
  • Daníel Óli Óðinsson, JSÓ Járnsmiðja 
  • Eggert Árni Gíslason, Síld og fiskur
  • Guðmundur Skúli Viðarsson, ljósmyndari 
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál 
  • Magnús Helgason, Launafl 
  • Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV


Aðalfundur SI verður haldinn fimmtudaginn 7. mars næstkomandi og kosning sem er rafræn hefst 21. febrúar.