Atlantsolía er með um tíu prósent af því sem olíufélögin verja samanlagt til markaðsmála. Engu að síður er kemur vörumerkið fyrst í huga 40 prósent neytenda (e. top of mind) samkvæmt könnun Gallup.

Þetta sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantasolíu, í viðtali við sjónvarpsþátt Markaðarins sem frumsýndur verður klukkan sjö í kvöld á Hringbraut.

„Við erum að ná í gegn með okkar markaðsfé og nýtum það gríðarlega vel,“ sagði hún.

Guðrún segir að Atlantsolía sé minna olíufélag en keppinautar og geti því leikið sér meira í auglýsingum. „Það er takmarkað hvað fólk nennir að hlusta á auglýsingar um afslætti,“ sagði hún og nefndi að því sé reynt að bjóða neytendum upp á hressilegri auglýisingar.