Viðskipti

Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal söluráðgjafa í útboði Arion

Áætlað er að útboðið fari fram á fyrri hluta ársins. Fréttablaðið/Eyþór

Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Bankinn tilkynnti í gær að efnt yrði til útboðs á hlutabréfunum og þau síðan skráð í Nasdaq-kauphöllina hér á landi og í Stokkhólmi.

Fjárfestingarbankasvið Arion banka og stórbankarnir Carnegie, Citigroup og Morgan Stanley verða leiðandi umsjónaraðilar með útboðinu en Deutsche Bank og Goldman Sachs verða í hlutverki söluráðgjafa. Sænski bankinn Svenska Handelsbanken mun gegna hlutverki aðstoðarsöluráðgjafa í útboðinu ásamt íslensku fjármálafyrirtækjunum þremur.

Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve stór hlutur verður seldur í hlutafjárútboðinu en í tilkynningu kom fram að hinn yrði að lágmarki 25 prósent. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósenta hlut í bankanum, hyggst selja stóran hlut og þá mun vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja hluta af sínum bréfum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Fasteignafélögin undirverðlögð

Viðskipti

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá ríkinu

Viðskipti

Greiða allt að tífalt hærra verð fyrir gagnasambönd

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Lækka kaupverðið um 480 milljónir

Innlent

Allt að 76 prósent verð­munur á möndlu­mjólk

Innlent

Árshækkun leigu mælist 6,2% í apríl

Markaðurinn

Icelandair Group hefur söluferli á hótelum

Innlent

BYKO áfrýjar sektinni til Landsréttar

Markaðurinn

Heiðar kaupir fyrir 99 milljónir í Sýn

Auglýsing