Viðskipti

Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal söluráðgjafa í útboði Arion

Áætlað er að útboðið fari fram á fyrri hluta ársins. Fréttablaðið/Eyþór

Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Bankinn tilkynnti í gær að efnt yrði til útboðs á hlutabréfunum og þau síðan skráð í Nasdaq-kauphöllina hér á landi og í Stokkhólmi.

Fjárfestingarbankasvið Arion banka og stórbankarnir Carnegie, Citigroup og Morgan Stanley verða leiðandi umsjónaraðilar með útboðinu en Deutsche Bank og Goldman Sachs verða í hlutverki söluráðgjafa. Sænski bankinn Svenska Handelsbanken mun gegna hlutverki aðstoðarsöluráðgjafa í útboðinu ásamt íslensku fjármálafyrirtækjunum þremur.

Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve stór hlutur verður seldur í hlutafjárútboðinu en í tilkynningu kom fram að hinn yrði að lágmarki 25 prósent. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósenta hlut í bankanum, hyggst selja stóran hlut og þá mun vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja hluta af sínum bréfum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Tapinu mætt með greiðslum úr einka­rétti

Viðskipti

Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði

Viðskipti

Tap Íslandspósts hleypur á mörg hundruð milljónum

Auglýsing

Nýjast

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Ágústa, Geir og Hulda bætast við hluthafahópinn

Auglýsing