Ást­hildur Bára Jens­dóttir hefur verið ráðin sem rekstrar­stjóri skemmti­staðarins Banka­stræti Club. Hún hefur nú þegar hafið störf og mun stýra staðnum ásamt Birgittu Líf Björnsdóttur. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Ást­hildur býr yfir mikilli reynslu í veitinga­geiranum þar sem hún hefur verið á­berandi síðast­liðin ár en hún hefur starfað sem markaðsér­fræðingur hjá vin­sælustu veitinga­stöðum landsins frá árinu 2016, þar á meðal Fjall­konunni, Sushi Social og Sæta Svíninu. Meðal hug­mynda hennar eru meðal annars hið sí­vin­sæla Partý Bingó og Partý Kareoke.

Þá hefur Ást­hildur auk þess reynslu af fram­leiðslu og við­burðar­stjórnun. Hún starfaði sem fram­leiðandi hjá fram­leiðslu­fyrir­tækinu Ketchup Creati­ve árin 2017-2018 og hefur staðið að ýmsum við­burðum fyrir ofan­greinda veitinga­staði. Ást­hildur hefur einnig starfað sem flug­freyja hjá Icelandair frá árinu 2017.

„Það er á­nægju­legt að fá að taka þátt í að blása lífi á ný í einn vin­sælasta skemmti­stað landsins. Ég hef fulla trú á að Banka­stræti verði enn þá betri þegar hann opnar dyr sínar á ný,“ er haft eftir Ást­hildi.

„Meðal minna fyrstu verk­efna var að koma á lag­girnar for­varnar­verk­efni gegn kyn­ferðis­of­beldi, en á Banka­stræti verður rík á­hersla lögð á að fólk geti verið öruggt þegar það er úti að skemmta sér.“

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá festi Birgitta Líf Björns­dóttir kaup á staðnum. Þegar blaðið heyrði í henni í lok maí vildi hún ekki stað­festa hve­nær skemmti­staðurinn yrði opnaður á ný en hét því að hann yrði flottari en nokkurn tíma fyrr.

„Það er frá­bært fyrir okkur að fá Ást­hildi til liðs við okkur. Hún hefur mikla reynslu í bransanum og hefur verið að vinna í spennandi verk­efnum síðast­liðin ár sem vöktu at­hygli okkar,“ segir Birgitta.

„Hún hefur há mark­mið og þjónustan á staðnum verður á ein­hverju allt öðru plani en við Ís­lendingar erum vön. Okkur hlakkar til að starfa með henni og út­færa nýjar og ferskar hug­myndir fyrir Banka­stræti.“