Ásta S. Fjeld­sted hefur verið ráðin for­stjóri Festis hf., en hún hefur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Krónunnar frá árinu 2020. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Festi.

„Efst í huga mér er þakk­læti fyrir traustið, en Festi á­samt rekstrar­fé­lögum þess starfar á afar spennandi og sí­kvikum mörkuðum, sem hafa raun­veru­leg á­hrif á lífs­kjör al­mennings á Ís­landi,“ segir Ásta.

Hún tekur við starfinu frá og með deginum í dag, en mun fyrst um sinn jafn­framt gegna starfi fram­kvæmda­stjóra Krónunnar. Þá mun Magnús Kr. Inga­son, sem hefur tíma­bundið gegnt stöðu for­stjóra síðan í sumar, stíga til hliðar og sinna starfi fjár­mála­stjóra Festis líkt og áður.

Áður en Ásta tók við starfi fram­kvæmda­stjóra Krónunnar var hún fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Ís­lands frá árinu 2017. Fram til þess starfaði Ásta hjá þremur al­þjóð­legum fyrir­tækjum í meira en ára­tug: Fyrir ráð­gjafar­fyrir­tækið McKins­ey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaup­manna­höfn. Þá hefur hún starfað hjá IBM í Dan­mörku og stoð­tækja­fram­leiðandanum Össuri, bæði í Frakk­landi og á Ís­landi.

Ásta er véla­verk­fræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækni­há­skólanum í Dan­mörku.