Ásta Dís hefur ekki áður setið í stjórn Sam­herja hf. Hún er dósent við Við­skipta­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, með BA gráðu í fé­lags- og at­vinnu­lífs­fræði, meistara­gráðu í stjórnun og stefnu­mótun frá Há­skóla Ís­lands og doktors­gráðu í al­þjóða­við­skiptum frá Copen­hagen Business School.

Ásta Dís hefur á undan­förnum árum komið að upp­byggingu náms í sjávar­út­vegi í Há­skóla Ís­lands og kennt meðal annars nám­skeiðið Rekstur í sjávar­út­vegi. Þá er hún annar höfundur bókarinnar Fisheries and aqu­aculture, the food secu­rity of the fu­ture sem Elsevi­er gaf út 2021.

Hún hefur um­fangs­mikla stjórnunar­reynslu og hefur setið í fjöl­mörgum stjórnum, nefndum og ráðum. Í dag er hún stjórnar­for­maður Við­skipta­fræði­stofnunar Há­skóla Ís­lands og MBA náms, Rann­sóknar­mið­stöðvar Ferða­mála og Fé­lags há­skóla­kvenna. Þá er hún for­maður Jafn­vægis­vogar­ráðs og Vísinda­sjóðs Há­skólans á Akur­eyri.

Stjórn Sam­herja hf. býður Ástu Dís Óla­dóttur vel­komna til starfa.