Áskriftir hafa borist fyrir öllum hlutum sem eru í boði í hlutafjárútboði Íslandsbanka umfram efri mörk útboðsstærðar, þar með talið valréttarhluti, á öllu verðbilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bankasýslunni og Íslandsbanka.

Hluta­fjár­út­boð Ís­lands­banka hófst í gær og stendur yfir til 15. júní næst­komandi. Út­boðið nær til allt að 35 prósent af heildar­hluta­fé bankans og er leið­beinandi verð á bilinu 71 til 79 krónur á út­boðs­hlut.

Á­ætlað markaðs­virði bankans í útboðinu er því 150 milljarðar króna, að því gefnu að verð á útboðshlut verði við miðju leiðbeinandi verðbils, en hluta­féð er þannig selt á genginu 0,77 til 0,85 af bókfærðu eigin fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Ríkissjóður, sem er eigandi alls hlutafjár í Íslandsbanka, bókfærir hlut sinn í dag á genginu 0,8 í ríkisreikningi.

Tveir er­lendir fjár­festingar­sjóðir, Capi­tal World Investors og RWC Asset Managa­ment, og ís­lensku líf­eyris­sjóðirnir Gildi og LIVE, eru horn­steins­fjár­festar í út­boðinu. Hafa fjár­festarnir skuld­bundið sig til að kaupa samanlagt um tíu prósenta hlut í bankanum.