Innlent

Askja hagnaðist um 368 milljónir

Tekjur fyrirtækisins jukust verulega, eða um 15,5 prósent á milli ára.

Askja sérhæfir sig í sölu á Mercedes-Benz. Fréttablaðið/Anton Brink

Bílaumboðið Askja hagnaðist um 368 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 51 milljón á milli ára. 

Tekjur fyrirtækisins jukust verulega, eða um 15,5 prósent á milli ára. Þær námu 15,8 milljörðum árið 2017 samanborið við 13,6 milljarða árið 2016. Kostnaðarverð seldra var jókst hins vegar hlutfallslega jafn mikið og launatengd gjöld jukust um 17 prósent.

Askja sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Hjá félaginu störfuðu 125 starfsmenn að meðaltali á árinu samanborið við 110 starfsmenn árið 2016.

Eigandi Öskju er eignarhaldsfélagið Top. Hjörleifur Jakobsson er stjórnarformaður Öskju og Top en aðrir stjórnarmenn eru Frosti Bergsson, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Egill Ágústsson, Hjördís Ásberg og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri er Jón Trausti Ólafsson. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Auglýsing