Innlent

Askja hagnaðist um 368 milljónir

Tekjur fyrirtækisins jukust verulega, eða um 15,5 prósent á milli ára.

Askja sérhæfir sig í sölu á Mercedes-Benz. Fréttablaðið/Anton Brink

Bílaumboðið Askja hagnaðist um 368 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 51 milljón á milli ára. 

Tekjur fyrirtækisins jukust verulega, eða um 15,5 prósent á milli ára. Þær námu 15,8 milljörðum árið 2017 samanborið við 13,6 milljarða árið 2016. Kostnaðarverð seldra var jókst hins vegar hlutfallslega jafn mikið og launatengd gjöld jukust um 17 prósent.

Askja sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Hjá félaginu störfuðu 125 starfsmenn að meðaltali á árinu samanborið við 110 starfsmenn árið 2016.

Eigandi Öskju er eignarhaldsfélagið Top. Hjörleifur Jakobsson er stjórnarformaður Öskju og Top en aðrir stjórnarmenn eru Frosti Bergsson, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Egill Ágústsson, Hjördís Ásberg og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri er Jón Trausti Ólafsson. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Hlutabréfamarkaður

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Auglýsing

Nýjast

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing