Skytrax flugverðlaunin voru veitt á dögunum en þau eru verðlaun veitt bestu flugfélögum heims og byggjast á neytendakönnunum. Verðlaunin sem voru stofnuð 1999 eru nokkurs konar „óskarsverðlaun“ fluggeirans.

Qatar Airways hlaut viðurkenningu sem besta flugfélag heims. Einnig hlaut það verðlaun fyrir besta „business class“ farþegarýmið, bestu „business class“ sætin og besta flugfélagið í Mið-Austurlöndum. Singapore Airlines sem hreppti titilinn í fyrra var í öðru sæti. Þau hlutu verðlaun í ár fyrir bestu áhöfnina.

Malasíska flugfélagið, AirAsia hreppti viðurkenninguna sem besta lággjaldaflugfélag heims 2019 og Norwegian var valið besta lággjaldaflugfélagið til langferða en hlaut það viðurkenninguna fimmta árið í röð.

Aðeins eitt evrópskt flugfélag komst inn á topp tíu listann yfir bestu flugfélög heims og var það þýska flugfélagið Lufthansa sem hreppti 9. sætið.