Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) segir um­ræðuna um verð­könnun verð­lags­eftir­lits sam­bandsins á mis­skilningi byggða. Í könnuninni var verð á á­tján vöru­tegundum borið saman við ná­granna okkar á Norður­löndunum en niður­staðan var á þann veg að vörukarfan í Reykja­vík er 67 prósent dýrari en í Helsinki og 40 prósent dýrari en í Ósló. 

Í kjöl­farið spruttu fram miklar um­ræður. Annað hvort hneykslaðist fólk á þessum sláandi niður­stöðum eða gagn­rýndi að­ferða­fræðina. Meðal hinna síðar­nefndu var Sindri Sigur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Ís­lands, sem sagði að ef könnunin hefði gert ráð fyrir kaup­mætti væri munurinn ekki svo mikill. Raunar væri til­tölu­lega ó­dýrt að versla hér á landi

Ekki jafn dýrt og ASÍ gefur til kynna

Þá sagði Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræðingur hjá Við­skipta­ráði Ís­lands, að hann liti frekar til talna Eurostat. „Ís­land er dýrt, en ekki svona dýrt og langt í frá dýrast,“ skrifaði Kon­ráð og birti mynd af niður­stöðum Eurostat. 

ASÍ sendi frá sér til­kynningu í dag þar sem könnun sam­bandsins er borin saman við Eurostat. „Sam­kvæmt niður­stöðum Eurostat er mat­vara dýrust í Noregi af Norður­löndunum. Ís­land er þar með næst hæsta verð­lagið, Dan­mörk í þriðja sæti, Sví­þjóð þar á eftir og loks Finn­land með lægsta verðið. Þetta rímar á­gæt­lega við niður­stöður verð­könnunar ASÍ. Aðal munurinn er sá að í rann­sókn Eurostat er verð á mat­vöru í Noregi hærra en á Ís­landi,“ segir í til­kynningunni. 

Ýmsar á­stæður kunni að vera fyrir því, til að mynda há á­lagning á sykraðar vörur. Í körfu ASÍ hafi hins vegar einungis verið vöru­tegundir sem teljist til grunn­þarfa á hverju heimili. 

Skortur á samkeppni skýri mögulega hátt verð

„Niður­stöður Eurostat komu ASÍ ekki á ó­vart, þvert á móti voru þær til­efni verð­könnunar ASÍ,“ segir enn­fremur. Þá sýni niður­stöður rann­sóknar Eurostat á verð­lagi í Evrópu að Ís­land sé með hæsta verð­lag í Evrópu. 

Þá fer ASÍ yfir helstu á­stæður þess af hverju mat­vöru­verð er jafn hátt og raun ber vitni hér á landi. „Má þar nefna ó­líkt fyrir­komu­lag tolla og vöru­gjalda, flutnings­kostnað og hátt vaxta­stig. Önnur mögu­leg skýring er skortur á sam­keppni sem gæti haft á­hrif til hækkunar verð­lags,“ segir í til­kynningunni. 

Slíkt eigi ekki einungis við verslun hér á landi heldur líka hjá birgjum, heild­sölum og inn­flytj­endum. „Aukin sam­keppni er gríðar­legt hags­muna­mál neyt­enda og mikil­vægt er að virk sam­keppni sé á öllum sviðum, hvort sem er í smá­sölu, vöru­flutningum eða í sölu á olíu.“