Vísitala neysluverðs hækkar um 0,35 prósent milli mánaða og er 513,0 stig. Vísitala án húsnæðis er 43,5 stig og hækkar um 0,16 prósent frá október 2021. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Verðbólgan í október mældist 4,5 prósent.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,1 prósent.

Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala án húsnæðis um 3,0 prósent.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2021, sem er 513,0 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.129 stig fyrir janúar 2022.

Verðbólgan mælist aðeins lægri heldur en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir um en Landsbankinn spáði 5 prósent verðbólgu og Íslandsbanki 5,1 prósent. Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital spáði um 4,8 prósent verðbólgu.