Árni hefur lokið BA prófi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MBA-námi frá Háskóla Íslands árið 2009. Hann hefur í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu og reynslu á sviði markaðsmála og stafrænnar þróunar. Árni kemur til Krabbameinsfélagsins frá ÍMARK en þar starfaði hann sem framkvæmdastjóri félagsins. Þar áður var Árni markaðsstjóri BYKO í rúm 7 ár, frá 2014 til 2021. Árni kemur til með að leiða öflugt teymi félagsins í markaðs,- kynningar og fjáröflunarmálum.

„Við erum afar glöð að vera búin að fá Árna í hópinn. Hann er metnaðarfullur, jákvæður og með hjartað á réttum stað. Öflug fjáröflun er nauðsynleg til að félagið geti unnið að krafti að markmiðum sínum, að fækka þeim sem fá krabbamein, að fjölga þeim sem lifa og að bæta líf þeirra og aðstandenda. Allt starf félagsins byggir á stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu sem frá upphafi hafa staðið þétt við bakið á félaginu. Krabbamein snerta okkur öll og með því að leggja saman krafta okkar náum við meiri árangri. Við erum sannfærð um að Árni verður góður liðsauki og hlökkum mjög til samstarfsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

„Ég er virkilega spenntur fyrir þeim áhugaverðu og mikilvægu verkefnum sem bíða mín hjá Krabbameinsfélaginu. Félagið hefur unnið faglegt og metnaðarfullt starf í markaðs- og fjáröflunarmálum, þar starfar afar reynt starfsfólk sem hefur staðið sig með prýði í sínum störfum og það verður spennandi og krefjandi að halda þeirri vegferð áfram,“ segir Árni Reynir