Árni mun hefja störf hjá Olíudreifingu í júní næstkomandi og mun leiða umbreytingu og áframhaldandi vöxt félagsins. Undanfarin þrjú ár hefur Árni verið framkvæmdastjóri Iceland Travel en þar áður var hann framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands í 15 ár. Árni hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum og ráðum, var m.a. annars formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og sat í stjórn ERA European Regional Airline Association. Hann er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá Universität Augsburg, Þýskalandi.

„Það er mjög spennandi að koma inn í þetta vel rekna og mikilvæga innviðafyrirtæki sem náð hefur góðum árangri í að veita framúrskarandi þjónustu um allt land. Á sama tíma er gríðarlega áhugavert að fá að leiða fyrirtækið og skilgreina hlutverk þess í nýju umhverfi orkuskipta sem mun breyta landslaginu í atvinnugreininni á komandi árum,“ segir Árni Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar.

Stjórn félagsins þakkar Herði fyrir farsæl störf í þágu félagsins og býður Árna velkominn til starfa. Árni tekur við á áhugaverðum tímum þar sem nýir orkugjafar skapa félaginu ýmis tækifæri til vaxtar og verður það hlutverk nýs framkvæmdastjóra að leiða það umbreytingarferli sem er framundan,“ segir Már Sigurðsson stjórnarformaður Olíudreifingar.