Árni mun hefja störf hjá Olíudreifingu í júní næstkomandi og mun leiða umbreytingu og áframhaldandi vöxt félagsins. Undanfarin þrjú ár hefur Árni verið framkvæmdastjóri Iceland Travel en þar áður var hann framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands í 15 ár. Árni hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum og ráðum, var m.a. annars formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og sat í stjórn ERA European Regional Airline Association. Hann er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá Universität Augsburg, Þýskalandi.
„Það er mjög spennandi að koma inn í þetta vel rekna og mikilvæga innviðafyrirtæki sem náð hefur góðum árangri í að veita framúrskarandi þjónustu um allt land. Á sama tíma er gríðarlega áhugavert að fá að leiða fyrirtækið og skilgreina hlutverk þess í nýju umhverfi orkuskipta sem mun breyta landslaginu í atvinnugreininni á komandi árum,“ segir Árni Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar.
„Stjórn félagsins þakkar Herði fyrir farsæl störf í þágu félagsins og býður Árna velkominn til starfa. Árni tekur við á áhugaverðum tímum þar sem nýir orkugjafar skapa félaginu ýmis tækifæri til vaxtar og verður það hlutverk nýs framkvæmdastjóra að leiða það umbreytingarferli sem er framundan,“ segir Már Sigurðsson stjórnarformaður Olíudreifingar.
Árni Gunnarsson, nýr frammkvæmdastjóri Olíudreifingar.
Mynd/Aðsend
Árni Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar og mun taka við af Herði Gunnarssyni sem hefur gegnt því starfi undanfarin 22 ár.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir