Tuttugu manns hefur verið sagt upp hjá Sýn. Þetta herma heimildir Frétta­blaðsins.

Arnar Björns­son, íþróttafréttamaður, var meðal þeirra sem sagt var upp. Auk þess munu ein­hverjir starfs­menn þurfa að taka á sig launa­skerðingu, sam­kvæmt því sem Frétta­blaðið kemst næst.

Arnar stað­festir upp­sögnina í sam­tali við DV.Hann er í hópi reyndustu í­þrótta­frétta­manna landsins en hann hóf störf á Sýn árið 1997. Áður var hann í­þrótta­frétta­maður hjá RÚV um ára­bil

Lilja Birgis­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi fyrir­tækisins, vildi ekki stað­festa fregnirnar þegar blaðið náði af henni tali nú síðdegis.