Arnar var valinn úr hópi tæplega fimmtíu umsækjenda. Hann hefur frá því í ágúst í fyrra starfað sem stafrænn ráðgjafi hjá Isavia og er því vel kunnugur málaflokki fyrirtækisins.
Arnar er með M.Sc. gráðu í stjórn nýsköpunar og viðskiptaþróunar frá Copenhagen Business School og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu af stafrænum umbreytingaverkefnum og hefur meðal annars starfað við slík verkefni hjá Storytel, Vodafone og Telenor í Danmörku.
„Reynsla Arnars og þekking mun nýtast vel í áframhaldandi þróun á málaflokki stafrænnar þróunar hjá Isavia,“ segir Bjarni Örn Kærnested, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia. „Við hlökkum öll til að vinna með honum að því að móta og innleiða stafræna framtíð hjá Isavia.“