Arnar var valinn úr hópi tæp­lega fimm­tíu um­sækj­enda. Hann hefur frá því í ágúst í fyrra starfað sem staf­rænn ráð­gjafi hjá Isavia og er því vel kunnugur mála­flokki fyrir­tækisins.

Arnar er með M.Sc. gráðu í stjórn ný­sköpunar og við­skipta­þróunar frá Copen­hagen Business School og B.Sc. gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík. Hann hefur víð­tæka reynslu af staf­rænum um­breytinga­verk­efnum og hefur meðal annars starfað við slík verk­efni hjá Stor­ytel, Voda­fone og Telenor í Dan­mörku.

„Reynsla Arnars og þekking mun nýtast vel í á­fram­haldandi þróun á mála­flokki staf­rænnar þróunar hjá Isavia,“ segir Bjarni Örn Kær­nested, fram­kvæmda­stjóri staf­rænnar þróunar og upp­lýsinga­tækni hjá Isavia. „Við hlökkum öll til að vinna með honum að því að móta og inn­leiða staf­ræna fram­tíð hjá Isavia.“