Helga Guð­rún Vil­mundar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Stáss arki­tekta, segir að það hætti til að arki­tektar séu fengnir of seint að borði í verk­efnum. Skorti þá oft fag­lega reynslu og yfir­sýn sem geri verk­efnið erfiðara og auki kostnað. Stáss hannaði höfuð­stöðvar ís­lenska hjóla­fram­leiðandans Lauf Cycling sem verða opnaðar innan skamms. Í fyrra tók arki­tekta­stofan skrif­stofur Festar á Dal­vegi í gegn.

Hvað skiptir höfuð­máli við hönnun á skrif­stofu­hús­næði?

Við upp­haf hvers verk­efnis er gríðar­lega mikil­vægt að undir­búa það vel, greina þarfir allra þeirra hópa sem koma til með að nota rýmið og reyna að spá í alla notkunar­mögu­leika, en einnig að hugsa út frá mögu­legum vexti og breytingum. Leggja þarf á­herslu á upp­byggingu rýma og flæði þeirra á milli. Sveigjan­leiki í notkun rýma er sér­stak­lega mikil­vægur í ljósi þess hvernig starfs­um­hverfi getur breyst fljótt og er það sér­stak­lega eitt­hvað sem við höfum fundið núna á tímum heims­far­aldursins. Með góðum undir­búningi og fag­legri nálgun næst starfs­um­hverfi þar sem starfs­mönnum líður vel. Aukin starfs­á­nægja eykur fram­leiðni og það er klár­lega hagur allra fyrir­tækja. Það er því góð fjár­festing fyrir fyrir­tæki að fara í vel undir­búnar og vel í­grundaðar breytingar þar sem hönnun er stýrandi þáttur.

Á hverju flaska margir við hönnun á skrif­stofu­rými?

Það er okkar reynsla að arki­tektar eru fengnir of seint að verk­efnum. Rokið er í breytingar og er fyrst hringt í arki­tektinn eftir að farið er af stað. Þá vantar oft fag­lega reynslu og yfir­sýn sem gerir verk­efnið erfiðara og eykur kostnað.

Hvaða verk­efni hefur arki­tekta­stofan Stáss lokið ný­lega og hver eru í far­vatninu?

Á síðasta ári kláruðum við að taka skrif­stofur Festar á Dal­vegi í gegn og var það mjög gott verk­efni í alla staði. Frá­bært sam­starf við alla hlutað­eig­endur sem skilaði sér í flottu verk­efni sem al­menn á­nægja er með. Við höfum haldið á­fram að vinna fyrir Festi og N1 og erum í mjög skemmti­legri veg­ferð með þeim við að endur­hanna bensín­stöðvarnar þeirra með á­herslu á já­kvæðari heildar­upp­lifun fyrir við­skipta­vini N1.
Við vorum að klára að teikna 300 fer­metra mann­virki á Snæ­fells­nesi. Þar lögðum við mikla á­herslu á arki­tek­tónísk gæði mann­virkisins þar sem náttúran verður dregin inn í bygginguna og stór­brotið lands­lagið rammað inn. Fram­kvæmdir eru að hefjast um þessar mundir.

Einnig höfum við verið að vinna mjög á­huga­vert verk­efni, hönnun á gjald­töku­salernum, í sam­vinnu við Sanna land­vætti. Er það liður í að leysa salernis­vanda í tengslum við aukningu ferða­manna. Fyrsta húsið var sett niður á Lauf­skála­vörðu á síðasta ári og er nú á dag­skrá hönnun á fleiri sam­bæri­legum salernis­húsum sem stað­sett verða víðs vegar um landið þar sem vöntun er á að­stöðu fyrir ferða­menn.

Á næstu vikum verða einnig opnaðar nýjar höfuð­stöðvar ís­lenska hjóla­fyrir­tækisins Lauf Cycling. Þar er mikill metnaður á ferð og er ég mjög spennt að sjá út­komuna.

Hver er upp­á­halds­borgin þín?

Það er klisja en það er New York. Ég var ó­trú­lega skeptísk á þessa borg fyrst þegar ég kom þangað, var bara ekki að trúa því borgin gæti verið svona frá­bær eins og fólk sagði. En ég var frá mér numin þegar ég kom þangað fyrst. Reyndar var ég svo heppin að fá bestu mögu­legu leið­sögn um borgina frá vin­konu minni sem bjó þarna og þekkti borgina eins og lófann á sér og jók það klár­lega á upp­lifunina.

Hver eru þín helstu á­huga­mál?

Ég hef á­huga á skíða­mennsku, lax­veiði, há­lendis­göngum, hestum, hjólum, menningu, ferða­lögum, skemmti­legu fólki og hlátri.

Hvernig er morgun­rútínan þín?

Flesta morgna byrja ég að hjóla annað hvort inni eða úti, finnst best að klára hreyfingu dagsins snemma á morgnana. Fer svo heim og kem börnunum í skóla og fæ mér svo fyrsta lang­þráða kaffi­bolla dagsins á skrif­stofunni.

Hvaða bók hefur haft mest á­hrif á þig?

Om at ople­ve arki­tektur eftir Steen Eil­er Rasmu­sen. Bókin tæklar flest það sem fellur að vinklum arki­tektúrs, eins og dags­ljós, loft, rými, sam­hengi og fleira. Þessi bók er tíma­laus klassík.

Helga Guð­rún Vil­mundar­dóttir er fram­kvæmda­stjóri Stáss arki­tekta.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Nám:
Út­skrifaðist úr MR 1999. BA gráða í arki­tektúr frá Arki­tekta­skólanum í Ár­ósum 2005. MA, Master of Arts in Architecture frá Det Kongeli­ge kunst­akademiet arki­tekt­skole í janúar 2008 af deildinni „Arki­tektúr/þróun byggða í borgum”.
Störf:
Situr í stjórn Arki­tekta­fé­lags Ís­lands. Stofnaði eigin teikni­stofu, Stáss arki­tekta, á­samt Árnýju Þórarins­dóttur árið 2009 og hefur unnið þar sem arki­tekt og fram­kvæmda­stjóri. PK arki­tektar frá janúar- septem­ber 2008, vann meðal annars við hönnun Höfða­torgs. Henning Larsen Architects, Kaup­manna­höfn, vann meðal annars við hönnun Hörpu og Há­skólans í Reykja­vík árin 2006-2007.
Fjöl­skyldu­hagir:
Gift Hall­grími Björns­syni, hag­fræðingi, fjár­mála- og rekstrar­stjóra hjá Lauf Cycling og þau eiga þrjú börn, Þór­hildi 17 ára, Ara 12 ára og Snorra 8 ára.