Markaðurinn

Arion banki á markað á Íslandi og í Svíþjóð

Gert er ráð fyrir að skráning hlutabréfa í Arion banka fari fram á fyrri hluta þessa árs.

Áætlað er að 25 prósenta hlutur verði að lágmarki seldur í útboðinu. Fréttablaðið/Eyþór

Arion banki tilkynnti í morgun að hann hafi í hyggju að efna til útboðs á hlutabréfum í bankanum og skrá bréfin í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve stór hlutur verði seldur en áætlað er að hann verði að lágmarki 25 prósent.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að stefnt sé að því að skráning hlutabréfa í bankanum hjá Nasdaq á Íslandi og skráning hlutabréfa í formi svokallaðra SDR (e. Swedish Depository Receipts) hjá Nasdaq í Stokkhólmi fari fram á fyrri hluta ársins að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi.

Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Arion banka í gegnum Kaupskil með 55,6 prósenta hlut, hyggst selja stóran hlut í útboðinu en í tilkynningunni segir jafnframt að vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem fer með 12,4 prósenta hlut í bankanum, muni mögulega selja eitthvað af sínum bréfum.

Í tilkynningunni er tekið fram að útboðið og skráning bankans á hlutabréfamörkuðum hér á landi og í Svíþjóð muni breikka hluthafahóp bankans og auðvelda bankanum að fá aðgang að íslenskum, sænskum og öðrum alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Stjórn og framkvæmdastjórn bankans telji áformin rökrétt og jákvætt skref fyrir hann.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segist í tilkynningunni vera fullviss um að nú sé rétti tíminn fyrir bankann til þess að taka umrætt skref. Arion banki sé sterkur, arðbær og leiðandi banki hér á landi með sterka stöðu á öllum lykilmörkuðum. „Með þessu skrefi verður Arion banki fyrsti íslenski bankinn til þess að vera skráður á aðalmarkað Nasdaq í yfir áratug,“ er haft eftir bankastjóranum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins seldi fyrir 690 milljónir

Fjártækni

Fjár­­tæknin leggi hefð­bundna banka­­þjónustu af

Erlent

Kusu gegn vantrausti á stjórnarformanninn

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið að verða ríki í ríkinu

Innlent

Einn stofnenda Heimavalla færði bréf á milli félaga

Innlent

Hampiðjan skoðar kaup á spænsku félagi

Innlent

Líkur á að krónan verði áfram sterk

Viðskipti

Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi

Viðskipti

Hækka verðmat sitt á Högum

Auglýsing