Ár­dís Björk Jóns­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá hug­búnaðar­fyrir­tækinu Stokki Software.

Ár­dís hefur yfir 20 ára reynslu í tækni­geiranum en frá árinu 2018 hefur hún starfað sem for­stöðu­maður UT og Sjón­varps­kerfa hjá Voda­fone og Stöð 2. Þar áður stýrði hún m.a. verk­efna­stofu hjá N1, var deildar­stjóri Ferla og þróunar hjá Advania og Producer hjá CCP. Þetta kemu

„Ár­dís hefur um­fangs­mikla reynslu af stjórnun og rekstri, verk­efna­stýringu, teymis­vinnu, þar­fa­greiningu, ferla­stjórnun og inn­leiðingar­verk­efnum, svo fátt sé nefnt. Ár­dís er með diplómu í Verk­efna­stjórnun og Leið­toga­þjálfun á­samt Mann­auðs­stjórnun,“ segir í til­kynningu frá Stokki.

Stokkur Software hefur verið leiðandi í app­þróun í meira en ára­tug og hefur þróað mörg af vin­sælustu öppum landsins eins og Domino's, Strætó, Lottó, Lenguna, Lyfju, Aur og Einka­blúbb Arion banka svo að eitt­hvað sé nefnt.

„Reynsla og þekking Ár­dísar mun styrkja fé­lagið við öflun nýrra við­skipta­tekna þar sem að staf­ræn þróun fyrir­tækja er í há­marki í dag og mikil eftir­spurn á staf­rænum lausnum. Við erum því mjög spennt að fá þessa viða­miklu reynslu frá Ár­dísi inn til okkar til að leiða fyrir­tækið á­fram í næstu verk­efni,” segir í til­kynningu frá fé­laginu.