Ríkissjóður bauð til sölu að minnsta kosti 20 prósenta hlut í Íslandsbanka eftir lokun markaða í gær. Mikil eftirvænting hafði verið fyrir útboðinu og mátt hefur greina það á mörkuðum undanfarið að markaðsaðilar væru að safna í sarpinn fyrir útboðið.

Mikil umfram eftirspurn var í útboðinu og seldi Ríkissjóður 22.5 prósenta hlut í bankanum. Söluverðið var 117 kr. á hlut og fékk því Ríkið 52,65 milljarða í kassann.

Íslandsbankaáhrif voru yfir markaðnum í gær og frekar rólegur dagur framan af en þegar líða tók á daginn var hægt að sjá smá líf.

Það verður fróðlegt að sjá opnunina í dag þegar salan er loksins frá.

Arion Banki, Íslandsbanki, VÍS, Sjóvá; Marel og Reitir greiða öll út arð í marsmánuði, samtals 48,6 milljarða.

Arion Banki greiðir út arð á morgun og Íslandsbanki á mánudaginn.

Gera má ráð fyrir að hluti af arðgreiðslum verði notaður í kaupin á Íslandsbanka en líklegt er að hluti fari í aðrar fjárfestingar á markaði..

Markaðir í Bandaríkjunum náðu sér á strik aftur í gær eftir að hafa gefið eftir í byrjun vikunnar.

Jay Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hafði þá stigið fram á mánudag og tilkynnt að Seðlabankinn væri tilbúinn að hækka vexti hraðar til að bregðast við aukinni verðbólgu.

Seðlabankinn hækkaði vexti fyrr í mánuðinum um 25 punkta.

Hægt er að túlka orð Powell svo að bankinn sé tilbúinn að hækka vexti um 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunardegi. Svo virtist sem fjárfestar væru að reyna að átta sig á þessum orðum sem virtust í fyrstu hörð og jafnvel ógnvænleg.

Þegar betur er að gáð er þetta samt líklega ekki hótun um hærri vexti en áður hefur verið gefið út, heldur mögulega skarpari vaxtahækkun framan af í ferlinu.

Markaðir virtust í öllu falli hafa jafnað sig á þessu tali Powell seinnipartinn í gær og hækkuðu duglega. S&P 500 hækkaði um 1,0 prósent og Nasdaq um 2 prósent.

Nasdaq vísitalan hefur einmitt verið mjög næm fyrir vaxtahækkunum en ekki virtist það trufla fjárfesta í gær þótt ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisbréfum hefði hækkað í tæplega 2,4 prósent.

Krafan hefur ekki verið hærri síðan fyrir heimsfaraldur.

Markaðir virðast þessa dagana stjórnast af hagvaxtarhorfum (sem eru enn almennt góðar), peningamagni í umferð (sem er enn mikið) og almennri bjartsýni

Evrópa hækkaði líka í gær og byrjar daginn á grænum tölum. Framvirkir markaðir í USA eru aðeins rauðir. Markaðir í Asíu hækkuðu líka nótt. Kínversk stjórnvöld áréttuðu á mánudagskvöldið að þau ætli sér að stand þétt á bak við hagkerfið í landinu og styðja við særðan hlutbréfamarkað þar í landi.