Aranja hefur fjár­fest í ný­sköpunar­fyrir­tækinu Slate sem gerir þróun á vef­þjónustu og gagna­lagi að­gengi­legri fyrir hug­búnaðar­teymi. Fjár­festingin fylgir í kjöl­far þess að Aranja hefur notast við lausnina síðast­liðið ár í ný­sköpun.

Stofn­endur Slate, þeir Alexander Jósep Blön­dal og Birkir Örn Karls­son, hafa unnið að þróun vörunnar síðast­liðin þrjú ár.

Aranja er hug­búnaðar­hús sem stofnað var árið 2014 af Ei­ríki Heiðari Nils­syni og Ægi Þor­steins­syni. Hjá Aranja starfa 19 sér­fræðingar sem vinna að fjöl­breyttum verk­efnum fyrir við­skipta­vini á borð við Face­book, Goog­le, Sot­heby’s og Bláa Lónið.

„Við hug­búnaðar­gerð fer oft stór og tíma­frekur hluti í að smíða vef­þjónustu og gagna­grunna. Með Slate geta hug­búnaðar­teymi búið til, gefið út og fylgst með bak­enda­þjónustum sínum á auð­veldan hátt í raun­tíma sam­vinnu við aðra teymis­með­limi án þess að þurfa að sýsla með rekstrar­um­hverfi,“ segir Sæ­var Már Atla­son, nýr fram­kvæmda­stjóri Slate.

„Við hjá Aranja erum stöðugt að leita að nýjum og spennandi tæki­færum. Við sjáum mikla mögu­leika í Slate sem er með ferska nálgun til að ein­falda hug­búnaðar­þróun sem oft reynist flókin og tíma­frek. Með fjár­festingu okkar í Slate erum við stíga næstu skref í veg­ferð okkar sem fjár­festingar­fyrir­tæki (e. Venture Stu­dio), þar sem við sam­einum þekkingu okkar í staf­rænum lausnum og ný­sköpun.” segir Ægir Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Aranja.