Í dag er ár síð­an flug­fé­lag­ið Play fór í sitt fyrst­a flug. Í til­kynn­ing­u frá flug­fé­lag­in­u kem­ur fram að frá því hafi um 320 þús­und flog­ið með þeim. Fyrst­a ferð­in var til Lond­on.

Í til­kynn­ing­unn­i kem­ur einn­ig fram að fjöld­i starfs­fólk hef­ur auk­ist töl­u­vert, eða frá því að vera rúm­leg­a hundr­að á­hafn­ar­með­lim­ir og sex­tí­u á skrif­stof­u. Þá voru á­fang­a­stað­irn­ir sex.

Í dag eru á­fang­a­stað­ir fé­lags­ins alls 25, í Evróp­u og Band­a­ríkj­un­um, og starfs­menn­irn­ir orðn­ir um 300.

„Það er í raun ó­trú­legt hvað við höf­um náð að gera á þess­u eina ári frá því að við fór­um í fyrst­u flug­ferð­in­a. Ekkert af þess­u hefð­i ver­ið hægt án þess metn­að­ar­full­a starfs­fólks sem starfar hjá PLAY. Það gleð­ur mig að sjá að á­form okk­ar um að bjóð­a á­vallt lægr­a verð sé að virk­a og ég túlk­a það sem gríð­ar­legt traust frá mark­aðn­um að um 320.000 manns hafi kos­ið að taka þátt og fljúg­a með okk­ur á þess­u eina ári. Það eru næst­um jafn marg­ir fólks­fjöld­inn á Ís­land­i. Þett­a ár hef­ur ver­ið ár stórr­a sigr­a hjá PLAY og ég hlakk­a til að vinn­a á­fram með sam­starfs­fólk­i mínu í PLAY-lið­in­u við að mæta nýj­um á­skor­un­um og hald­a á­fram sig­ur­göng­unn­i um ó­komn­a fram­tíð,“ seg­ir Birg­ir Jóns­son, for­stjór­i PLAY

Í til­kynn­ing­u kem­ur einn­ig fram að á fyrst­u sex mán­uð­um fé­lags­ins í rekstr­i flug­u yfir 100.000 manns með PLAY í yfir þús­und flug­ferð­um. Sæt­a­nýt­ing á tím­a­bil­in­u var 53,2 prós­ent.

Eins og stað­an er í dag hef­ur PLAY flog­ið með um 320.000 manns og seg­ir í til­kynn­ing­u að bók­un­ar­stað­an sé sterk fyr­ir næst­u mán­uð­i. Sæt­a­nýt­ing síð­ust­u tvo mán­uð­i hef­ur ver­ið um 70 prós­ent.

Flugmennirnir í jómfrúarflugi Play.
Fréttablaðið/Eyþór
Eins og má sjá var jómfrúarflugið í miðjum heimsfaraldri og allir með grímur.
Fréttablaðið/Eyþór