Banda­ríski tækni­­­risinn App­­le hefur gefið út leið­beiningar til handa fram­­leið­endum fyrir næstu upp­­­færslu af stýri­­kerfi iP­hone, iOS 13 og það vekur at­hygli fjöl­­miðla vestan­hafs að með­­fylgjandi eru leið­beiningar þar sem tekið er fram að inn­­skráningar­takki App­­le skuli settur ofar tökkum keppi­nautanna hjá Goog­­le og Face­­book.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá til­­kynntu for­svars­­menn App­­le allar helstu nýjungar á tækni­­ráð­­stefnu á mánu­­daginn var þar sem meðal annars var til­­kynnt að fyrir­­­tækið ætlar sér að leggja aukna á­herslu á frið­helgi einka­lífsins. Stærsti liðurinn í því er að gera not­endum kleyft að skrá sig inn á for­­rit með App­­le að­­gangi í stað Goog­­le eða Face­­book að­­göngum eins og nú er í boði.

Ekki verður nauð­­syn­­legt að nota sitt eigið net­­fang inni á að­­gangi App­­le eins og hjá Google og Facebook og hafa forsvarsmenn Apple heitið því að engum gögnum um notendur verði safnað.

Í leið­beiningum App­­le til fram­­leið­enda er fram­­leið­endum jafn­­framt gert að hafa inn­­skráningar­takka App­­le „jafn­­stóran eða stærri“ en leið­beiningarnar hafa vakið upp spurningar um stöðu banda­ríska tækni­­risans og hvort um sé að ræða ein­okunar­til­burði.

Um­­ræðan kemur í kjöl­far þess að banda­ríska full­­trúa­­deildin til­­kynnti á mánu­­daginn að hún hyggðist setja á fót rann­­sókn á til­­burðum Goog­­le, Face­­book, Amazon og annarra tækni­­risa og hvort vöru­­þróun og markaðs­­setning á þeirra vegum skekki sam­­keppnis­­stöðu annarra fyrir­­­tækja. Tim Cooke, for­­stjóri App­­le, hefur alla tíð þver­­tekið fyrir að slík sé raunin hjá App­­le.